Oddfellow innskráning


Frá og með 2. september breytist innskráning sem tengist breytingum á Rafrænum skilríkjum og auknu öryggi.
Ekki er lengur boðið upp á innskráningu með login nafni og lykilorði af öryggisástæðum.

Auðkenning með rafrænum skilríkjum
Get ég orðið félagi í Oddfellowreglunni?

Hvernig gerist ég félagi í Oddfellowreglunni? Upplýsingaskjal í heild .pdf.

Til þess að ganga í Oddfellowregluna þarf innsækjandi að vera lögráða og fjárhagslega sjálfstæður. Þá er þess krafist að innsækjandi trúi ,,á eina æðstu veru sem skapað hefur heiminn og heldur honum við”.

Tillögumaður, sem er fullgildur félagi í Reglunni, þarf að mæla með umsókn innsækjanda. Hann þarf að þekkja innsækjandann vel og vera þess fullviss, að hann eigi erindi í Oddfellowregluna.

Þetta rit veitir ekki upplýsingar um hvað það kostar að vera Oddfellowi, þar sem slíkt getur verið mismunandi frá einni Regludeild til annarrar. Þær upplýsingar veitir tillögumaðurinn, sem svarar einnig öðrum spurningum sem upp kunna að koma hjá innsækjanda.

Það er von okkar að þessar upplýsingar um uppbyggingu og starfsemi Oddfellowreglunnar hafi vakið hjá þér áhuga á að taka þátt í gefandi félagsstarfi sem byggir á vináttu og kærleika.

Upphaf Oddfellowreglunnar

Enginn virðist vita með fullri vissu við hvaða tíma miða skal upphaf Oddfellowreglunnar. Fræðimenn eru sammála um að upphaf hennar megi rekja til gildanna sem voru samtök iðnfélaganna sem sett voru á fót á miðöldum til að varðveita atvinnuleyndarmál félaga sinna og efla samtakamátt þeirra.

Elstu ritaðar heimildir um Oddfellowregluna eru frá Skotlandi en í safni þar er geymt stofnbréf sem greinir frá því að Reglan hafi verið stofnuð 5. febrúar 1537. Heimildir eru um að aðalaðsetur Reglunnar hafi verið í London á 18. öld en hún starfaði víða á Bretlandi.

Frá Englandi barst hreyfingin með innflytjendum til Bandaríkjanna. Stofnandinn var Thomas Wildey sem flust hafði búferlum frá Englandi. Hann og fjórir aðrir bræður, sem einnig höfðu flust þaðan, stofnuðu fyrstu stúkuna „Nr. 1, Washington”, í veitingahúsinu Seven Stars í Baltimore 26. apríl 1819.

Oddfellowreglan á Íslandi er grein af þeim meiði Reglunnar sem þarna var sett á stofn.